Færsluflokkur: Bloggar
30.9.2011 | 10:57
Austur-Evrópa
Í samfélagsfræði var ég að gera glærukynningu um Austur-Evrópu. Við áttum að skrifa um Drakúla greifa, Volgu, sígauna, Úralfjöll, Sankti Pétursborg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2011 | 09:21
Plöntugreining í náttúrufræði
Í náttúrufræði þurfti ég að finna plöntur úti og svo greina þær. Ég fór út og valdi mér plöntur fyrir utan skólann síðan átti ég að fara inn og greina plöntuna mína með aðstoð plöntubókarinnar Flóru Íslands. Síðan skrifa ég punkta um hana t.d. heitið á plöntunni á íslensku og á latínu og blómaskipan o.f.l. Síðan skrifaði ég það í samfeldu máli í náttúrufræðibókina mína. Eftir það þurrkaði ég plöntuna, pressaði hana og límdi hana í vinnubókina með bókaplasti. Úr þessu verkefni lærði ég mikið um plöntur, hlutverk plantanna og hvernig á að greina þær. Plönturnar sem ég valdi voru Vallhumall http://floraislands.is/achilmil.htm, Augnfró http://floraislands.is/euphrfri.htm Gulmaðra http://floraislands.is/galiuver.htm
Bloggar | Breytt 17.10.2011 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2011 | 13:29
Enska
hér er myndband af ensku verkefninu mínu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 13:00
Eldfjallið mitt
Ég átti að gera power point kynningu í náttúrufræði um eldfjall að eigin valdi og ég valdi að gera um Snæfellsjökul. Ég skrifaði um áhugaverðustu hlutina og fann myndir á hverja glæru. Fyrst fékk ég blað með upplýsingum um Snæfellsjökul og átti að gera uppkast af textanum á uppkastablað og svo skrifaði ég það í powerpoint kynninguna. Eftir það setti ég glærurnar á slideshare og birti þær hér á bloggsíðunni minni.
Bloggar | Breytt 23.5.2011 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 12:54
Hvalir
Hvalir eru stórkostleg dýr. Þeir eru spendýr með heitt blóð og lifa í vatni.
Hvalir voru ofveiddir hér við land á árunum áður, en nú er hvalveiðibann.
Minnsti hvalurinn hér við land er hnísa og sú stærsta er steypireyður sem getur orðið 33 metrar á lengd.
Það eru um það bil 23 hvalategundir sem hafa sést hér við Ísland, það eru um það bil 91 tegundir hvala til í heiminum, 80 tannhvalir og 11 skíðishvalir.
Sumir hvalir geta kafað mjög djúpt og lengi eins og búrhvalurinn, hann getur kafað í eina og hálfa klukkustund og allt upp í 2000 metra dýpi.
Sumir hvalir syngja eins og t.d.hnúfubakurinn.
Hérna fyrir neðan er myndband sem ég gerði um hvali og eins og þið sjáið eru þetta stórkostlegar skepnur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar